Spilliefni

Fróðleikur um spilliefni

Spilliefni

Hluti þess sorps sem kemur frá heimilum og fyrirtækjum inniheldur efni sem geta verið lífríkinu og okkur mönnunum stórskaðleg og nefnast því umhverfisspillandi úrgangur eða spilliefni. Við berum öll ábyrgð á umhverfinu og hluti af þeirri ábyrgð felst í skynsamlegri meðferð á spilliefnum, takmarkaðri notkun þeirra og öruggari förgun. Spilliefni mega ekki undir neinum kringumstæðum fara í heimilissorpið eða frárennslið. Langflestir flokkar spilliefna bera spilliefnagjald þannig að búið er að greiða fyrir förgun efnanna þegar þau eru keypt. Flest sveitarfélög á Suðurlandi hafa komið upp móttökubúnaði fyrir spilliefni, eða hafa aðgang að slíkum búnaði.

Spilliefni, lög og reglugerðir