Endurvinnsla - forsendur góğrar flokkunar


Til şess ağ flokkun á úrgangi til endurvinnslu gangi sem best og verği sem hagkvæmust er nauğsynlegt ağ ağgreina vel şau efni sem á ağ koma til endurnıtingar eğa endurvinnslu. Eftirfarandi er yfirlit yfir şá flokkunarmöguleika sem eru í boği á Suğurlandi og helstu atriği sem snerta hvern flokk.


Garğaúrgangur til jarğgerğar
Eingöngu grænmetisafgangar, gras, plöntu- og jurtaleifar.
Ekki setja meğ plast, gler, bönd og grjót.

Brotajárn
Allir málmar. Bílar, vélar, girğingavír og şess háttar.
Fjarlægiğ rafgeyma og olíur.

Pappír
Dagblöğ, tímarit, tölvu-, vélritunar-, ljósritunar-, fax- og skrifpappír.
Ekki bylgjupappi, pappírsşurrkur, límborinn eğa vaxhúğağur pappír.

Fernur
Drykkjarfernur af öllum stærğum og gerğum.
Vinsamlegast brjótiğ fernurnar saman til ağ minnka umfangiğ. Şağ er hægt ağ koma allt ağ 11 samanbrotnum 1 lítra fernum fyrir í einni opinni. Ekki setja meğ plastpoka, eğa morgunverğarkornskassa.

Timbur
Timbur má endurnıta á ımsan hátt, meğal annars er hægt ağ kurla timbur og nota kurliğ í gangstíga og til ağ hamla illgresisvexti í beğum.
Til şess ağ hægt sé ağ nota kurlağ timbur şarf ağ vanda til flokkunar. Leitast skal viğ ağ ağgreina timbriğ vel frá öğrum úrgangi s.s. múrbroti og málmhlutum, şó şarf ekki ağ naglhreinsa. Timbur sem ekki hefur veriğ málağ, fúavariğ, eğa álímt hentar vel til kurlunar.
Ekki setja meğ spónaplötur meğ plastfilmu, masónít, húsgögn, málağ/fúavariğ timbur.
Kurl úr trjám og greinum er eftirsótt efni í stíga og beğ. Best er şví ağ ağgreina tré og greinar frá öğru timbri.

Spilliefni
Rafgeymar, rafhlöğur, illgresiseitur, skordıraeitur, olíur, leysiefni, sırur, basar, framköllunarvökvar, málning, úğabrúsar, lakk, hitamælar.
Mikilvægt er ağ öll spilliefni skili sér á móttökustöğvar sveitafélaganna, annağ hvort í upprunalegum umbúğum eğa öğrum merktum og şéttum umbúğum.

Jarğefni
Mold, sandur, grjót og múrbrot.

Fatnağur
Rauği krossinn stendur fyrir söfnun á fatnaği. Tekiğ er viğ heilum og hreinum fatnaği á Gámastöğinni í Hrísmıri, Selfossi.

Flöskur og dósir
Íşrótta- og ungmennafélögin og björgunarsveitirnar eru víğa meğ kassa til móttöku á skilagjaldsumbúğum, sem fjáröflun fyrir sína starfsemi. Móttaka og útborgun á skilagjaldi er hjá eftirtöldum ağilum: Endurvinnslunni hf., Gagnheiği 69, Selfossi, Feney viğ Laugarvatn, Leikskálum 4 á Hellu.

Timbur, plast og pappi
Á nokkrum stöğum í Rangárvallasıslu eru gámar fyrir timbur, plast og pappa. Şetta er úrgangur sem ekki şarf ağ flytja til Kirkjuferjuhjáleigu, heldur er urğağur ağ Strönd.

Rúllubaggaplast
Leitağ er leiğa til umhverfisvænnar nıtingar á rúllubaggaplasti.

Sorpstöğ Suğurlands bs. · Austurvegi 56 · 800 Selfoss
Sími 480 8230 · Fax 480 8201 · Netfang sass@sudurland.is

Fara á forsíğu